Auðlindir

Orka, vatn og hráefni

Auðlindir sem Elkem Ísland nýtir í framleiðsluferlinu eru orka, vatn og hráefni.
Orkan sem Elkem Ísland notar er framleidd úr vatnsorku sem er endurnýjanleg orkuauðlind. Vatn er mikilvægt fyrir kælingu í framleiðsluferlinum en það er helst notað til að kæla málm við útsteypingu og kælingu á búnaði.
Hráefni sem notuð eru til framleiðslu kísilmálms eru málmgrýti þ.e. kvars, járngrýti og kolefnisgjafar í formi kola, koks og timburkurls. Að auki er olivinsandur, kvarssandur og kalksandur notað sem íblöndunarefni. Hráefnin koma frá viðurkenndum birgjum og eru flutt til landsins með skipum víðs vegar að úr heiminum. Einu íslensku hráefnin eru timburkurl, sem Sorpa framleiðir úr úrgangstimbri, og grisjunarviður frá Skógrækt ríkisins. Hráefnin eru geymd í hráefnaskemmum á athafnasvæði Elkem Ísland.

Umhverfisáhrif hráefna tengjast aðallega brennslu jarðefnaeldsneytis við efnistöku, vinnslu þeirra og flutning til landsins auk þess sem fínefni geta fokið við uppskipun. Um er að ræða óendurnýjanlegar
auðlindir að undanskildu timburkurlinu. Með því að nota timburkurl minnkar Elkem notkun á óendurnýjanlegum kolefnisgjöfum.