Sátt

Við viljum tryggja trausta framtíð fyrirtækisins með stöðugum vexti og nýjungum á sviði þjónustu og vöruframboðs fyrir viðskiptavini okkar.

Við endurskoðum reglulega framleiðslutækni og umhverfisferla okkar. Við viljum nýta auðlindir á ábyrgan hátt og laða til okkar gott starfsfólk til að geta svarað kröfum og eftirspurn í framtíðinni.
Elkem leitast alltaf við að mæta kröfum viðskiptavina sinna, valda sem minnstri röskun á náttúrunni og skapa öruggt og gott vinnuumhverfi fyrir starfsmenn sína. 
Elkem á Íslandi er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem AS, sem er einn af helstu framleiðendum heims á kísilafurðum. 
Framleiðslugeta málmbræðsluofna verksmiðjunnar er um 120.000 tonn.
Elkem á Íslandi er ISO 9001 vottað og nær umfang umhverfis- og gæðastýringakerfis Elkem Íslands til þróunar og framleiðslu á Ferrosilicon (standard and special grades, 45%-95% Si), MgFeSi and Microsilica.

Samfélagsleg ábyrgð

Okkur hjá er annt um samfélagið. Því höfum við sett okkur reglur sem við vinnum eftir í öllum okkar störfum og miða að því að takmarka neikvæð áhrif vinnu okkar á umhverfið og gera vinnustaðinn öruggari.

Nánar

Sagan

Rekstur verksmiðju Elkem Ísland ehf. á Grundartanga hófst árið 1979. Eigandi fyrirtækisins er Elkem AS í Noregi en eigandi þess er Bluestar. Fyrirtækið er með þrjá ljósbogaofna sem framleiða kísilafurðir.

Nánar

Móðurfélagið

Elkem Ísland er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem AS, sem er einn af helstu framleiðendum kísilafurða í heiminum.

Nánar

Innkaup

Elkem Ísland leggur mikla áherslu á gott og faglegt samband við birgja. Við viljum starfa með birgjum sem búa yfir ríkum faglegum metnaði og eru samfélagslega ábyrg.

Nánar

Skipurit Elkem Ísland

Nánar