Skip to main content

Umhverfisstefna Elkem Ísland

Elkem Ísland hefur sett sér markmið að starfa í sátt við samfélagið, stjórnvöld, viðskiptavini, starfsfólk og lífríki náttúrunnar. Með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi leggjum við lóð á vogarskálar sáttar um framleiðslu hágæðakísilmálms fyrir heimsbyggðina alla. Elkem er virkur þátttakandi í alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem hafa það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif kísiliðnaðarins.

Það er stefna okkar

  • Að starfa samkvæmt lögum og ákvæðum í starfsleyfi í anda stöðugra framfara með því að setja markmið umfram slíkar lágmarkskröfur þegar það á við.
  • Að draga markvisst úr áhrifum starfseminnar á innra og ytra umhverfi með nákvæmni í vöktun og stýringu á mikilvægum umhverfisþáttum.
  • Að nýta og umgangast auðlindir með virðingu.
  • Að starfsfólk Elkem og aðrir sem vinna fyrir fyrirtækið þekki umhverfisstefnuna og séu þátttakendur í að framfylgja henni.
  • Að upplýsa hagsmunaaðila og almenning um umhverfisstefnu Elkem og árangur fyrirtækisins í umhverfismálum.
  • Að sýna tryggð og hollustu gagnvart samfélaginu sem við störfum í með því að vera virkur þátttakandi í nýsköpunarverkefnum umhverfismála á Íslandi.

Í yfir hundrað ár hefur Elkem-samsteypan verið frumkvöðull í tækniþróun í kísiliðnaði og haft frumkvæði að þróun lausna á sviði umhverfismála. Elkem Ísland hefur einsett sér að vera þekkt fyrir heiðarleika og stuðla að stöðugum framförum gagnvart því jafnvægi sem ávallt þarf að ríkja á milli þess að nýta og vernda náttúruauðlindir. Elkem Ísland starfar samkvæmt vottaðri umhverfisstjórnun.

Markmið Elkem Ísland til ársins 2025 eru:

Umhverfismarkmið Elkem Ísland.PNG