Skip to main content

Elkem Ísland leggur metnað sinn í að starfa í sem mestri sátt við umhverfið og samfélagið.

Fagmennska í iðnaði snýst um sátt. Sátt á hnattræna vísu og sátt við starfsfólk, viðskiptavini, samfélagið og stjórnvöld. Sátt við lífríki náttúrunnar og það jafnvægi sem ávallt þarf að ríkja á milli nýtingar náttúruauðlinda til verðmætasköpunar og verndunar þeirra fyrir ágangi og eyðileggingu.

Það er stefna Elkem Ísland að draga markvisst úr áhrifum starfseminnar á ytra umhverfi og framfylgja ákvæðum starfsleyfis í anda stöðugra framfara. Við höfum rannsakað og skilgreint hvaða þættir í starfseminni geta haft áhrif á umhverfið og við leggjum okkur daglega fram við að lágmarka áhrif þeirra. Í starfi sínu leggur Elkem Ísland áherslu á að vinna að þeim heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem lúta að sjálfbærri orku og aðgerðum í loftlagsmálum.

Hjá Elkem Ísland starfar metnaðarfullt starfsfólk sem er jafnháð því eins og allir aðrir að umgengni mannkyns við móður jörð sé með þeim hætti að komandi kynslóðir geti notið gjafmildi hennar, ávaxta og lífskilyrða hér eftir sem hingað til. Af þessari einföldu ástæðu á starfsfólk Elkem Ísland sér þann draum að jarðarbúum takist að skapa heim sem er laus við neikvæð umhverfisáhrif. Með þá sýn að leiðarljósi höfum við verið einkar samtaka um að lágmarka umhverfisáhrif af starfssemi fyrirtækisins og náð miklum árangri í þeim efnum á undanförnum árum.