Aukaafurðir

Endurvinnsla og endurnýting aukaafurða

Það er stefna Elkem Ísland til lengri tíma að endurvinna og endurnýta allar aukaafurðir sem falla til við framleiðsluna, lágmarka sóun og auka sjálfbærni rekstursins. Elkem Ísland vinnur samkvæmt áætlun um endurnýtingu og meðhöndlun aukaafurða.
Í starfsleyfi Elkem er gerð krafa um að fyrirtækið skrái allar aukaafurðir sem til falla við framleiðsluna, stuðli að nýtingu endurnýjanlegs hluta úrgangs og skili á viðurkennda móttökustöð fyrir úrgang. Fyrirtækinu er heimilt að farga skilgreindum framleiðsluúrgangi í flæðigryfjur með útskolun efna í sjó. Spilliefnum skal skilað til viðurkenndrar spilliefnamóttöku.
Við hjá Elkem Ísland ætlum að draga markvisst úr áhrifum starfseminnar á innra og ytra umhverfi með nákvæmni í vöktun og stýringu á mikilvægum umhverfisþáttum. Við ætlum:

  • Að hámarka meðhöndlun aukaafurða þannig að 95% þeirra fari til endurvinnslu og endurnýtingar fyrir árið 2018.


Helstu umbótaverkefni sem miða að þessu markmiði undanfarin ár:

  • Unnið hefur verið að þróun aðferðar um endurnýtingu á forskiljuryki í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Forskiljuryk hefur til þessa verið urðað í flæðigryfju Faxaflóahafna. Með aðferðinni verður hægt að nýta forskiljurykið aftur sem hráefni inn í framleiðsluferlið.
  • Vinna hófst í árslok ársins 2015 við að lágmarka fínefni sem falla til við framleiðslu í ofnhúsi og búa til söluhæfa vöru. Fínefni sem falla til við mölun hafa verið endurnýtt yfir í söluhæfa vöru.
  • Rannsóknir og prófanir voru gerðar á árinu að nýta í framleiðsluna fíngerðan kvarssand sem myndast við hreinsun kvarsmola og endurnota í framleiðsluferlið.
  • Hluti fíngerða kvarssandins sem notaður var í landmótun hjá Faxaflóahöfnum var endurnýttur hjá Landsneti. Landsnet lagði jarðstrengi ofan í kvarslag, þar sem kvars leiðir varma betur en íslensk jarðefni.
  • Sett var upp flokkunarstöð fyrir almennt sorp innan athafnasvæðisins en hún auðveldar og eykur tækifæri fyrir endurnýtingu og endurvinnslu almenns sorps, t.a.m. pappír, plast, lífrænt, timbur, járn o.s.frv.