Okkur hjá er annt um samfélagið. Því höfum við sett okkur reglur sem við vinnum eftir í öllum okkar störfum og miða að því að takmarka neikvæð áhrif vinnu okkar á umhverfið og gera vinnustaðinn öruggari.

  • Elkem á Íslandi veitir styrki til málefna sem samræmast gildum fyrirtækisins til að stuðla að bættri ímynd fyrirtækisins og efla stöðu þess í samfélaginu.
  • Ekki eru veittir styrkir sem hægt er að túlka sem mútur eða greiðslur til að ná fram óeðlilegri fyrirgreiðslu í viðskiptum né til handa stjórnmálaflokkum eða stjórnmálamönnum. Ekki eru veittir styrkir til handa félögum eða öðrum samtökum sem ýta undir einhvers konar mismunun t.d. á grundvelli kynferðis, kynþáttar, trúar eða kynhneigðar.
  • Allar beiðnir um styrki skal senda á netfangið styrkur@elkem.is, með styrkbeiðni skal fylgja greinargerð um viðkomandi verkefni og ávinning Elkem af stuðningnum. Allar styrkbeiðnir eru teknar fyrir á fundi úrskurðarnefndar sem fram fer þrisvar sinnum á ári. Öllum umsóknum er svarað með tölvupósti.