Skip to main content

Við viljum tryggja trausta framtíð fyrirtækisins með stöðugum vexti og nýjungum á sviði þjónustu og vöruframboðs fyrir viðskiptavini okkar.

Elkem á Íslandi er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem ASA, sem er einn af helstu framleiðendum heims á kísilafurðum.

Hjá Elkem á Íslandi endurskoðum við reglulega framleiðslutækni og umhverfisferla. Við viljum nýta auðlindir á ábyrgan hátt, valda sem minnstri röskun á náttúrunni, mæta kröfum okkar viðskiptavina ásamt því að skapa örugg og gott vinnuumhverfi. 

Framleiðslugeta málmbræðsluofna verksmiðjunnar er um 120.000 tonn.
Elkem á Íslandi er ISO 9001 vottað og nær umfang umhverfis- og gæðastýringakerfis Elkem Íslands til þróunar og framleiðslu á Ferrosilicon (standard and special grades, 45%-95% Si), MgFeSi and Microsilica.

Nánari upplýsingar um Elkem má lesa hér að neðan.