Móðurfélagið

Elkem Ísland er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem AS, sem er einn af helstu framleiðendum kísilafurða í heiminum.

Aðalframleiðsluvörur fyrirtækisins eru kísilmálmur, kísiljárn og rafskaut og skyld efni úr kolefni.
Stefna Elkem AS er að valda sem minnstri röskun á náttúrunni og leggur fyrirtækið mikla áherslu á umhverfismál og að takmarka umhverfisáhrif allrar framleiðslu, ásamt því að skapa öruggt og gott vinnuumhverfi fyrir starfsmenn sína.
Elkem AS rekur verksmiðjur í Evrópu, Norður- og Suður Ameríku, Afríku og Asíu. Um 2.400 manns starfa hjá fyrirtækinu og var velta þess um 9,3 milljarðar norskra króna árið 2010. Forstjóri félagsins er Helgi Aasen.

Viðskiptaeiningum Elkem AS er skipt upp í fjögur svið:

Elkem AS er í eigu China National Bluestar.
Bluestar keypti Elkem af Orkla ASA í Noregi. Þann 11. janúar 2011 var tilkynnt að Orkla ASA hafði undirritað bindandi samning við China National Bluestar um kaup og sölu á Elkem. Söluferlinu lauk þann 14. apríl 2011.
Frekari upplýsingar um Elkem AS má finna á www.elkem.com