Öryggi og heilsa

Við vinnum til að lifa

Elkem Ísland leggur mikla áherslu á að fyllsta öryggis sé gætt í allri starfsemi fyrirtækisins. Við trúum því að hægt sé að fyrirbyggja öll slys eða frávik sem ógnað geta heilsu og lífi starfsmanna. Við viljum að allir komi heilir heim að loknum árangursríkum vinnudegi – ávallt.
Með markvissu fræðslustarfi, bættum tækjabúnaði og skipulögðu forvarnarstarfi færumst við jafnt og þétt nær því að fjarlægja hættulegar aðstæður eða hegðun sem ógnað geta öryggi starfsmanna.
Aukið og bætt öryggi vinnustaðar er allra hagur og þá ekki síst starfsmannanna sjálfra. Stjórnendur Elkem Ísland gera sér grein fyrir að virk þátttaka starfsmanna í öryggismálum er lykilatriðið í bættu öryggi vinnustaðar. Almennir starfsmenn koma því með virkum hætti að úrlausnum og leiðum sem miða að bættu starfsumhverfi og starfsöryggi.
Við höfum í heiðri öryggisreglur fyrirtækisins og hjálpum hvert öðru að fylgja þeim og gæta um leið fyllsta öryggis.
Öryggisreglur Elkem Ísland eiga við alla sem starfa innan athafnasvæðis fyrirtækisins. Við gerum því sömu kröfur til okkar eigin starfsmanna sem og starfsmanna verktaka sem starfa innan okkar svæðis í lengri eða skemmri tíma.