Mannauður

Mannauðurinn er okkar mesta auðlind

Hjá Elkem Ísland starfa að jafnaði um 170 manns en þó hafa um 250 lífsviðurværi sitt með beinum hætti af starfsemi verksmiðjunnar.

Elkem Ísland er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður þar sem áhersla er lögð á að skapa sterka liðsheild og vinnuumhverfi sem veitir einstaklingum tækifæri til að vaxa og þróast í starfi.  Við viljum efla starfsfólkið okkar að því marki að það verði eftirsóttir starfskraftar annars staðar og við viljum koma þannig fram við starfsfólkið okkar að það sækist ekki eftir því að vinna annars staðar.  Við viljum vera öruggur og jákvæður vinnustaður þar sem heilsa starfsmanna er í fyrirrúmi.  Við viljum að starfsfólkið okkar fái að ljúka starfsferli sínum með reisn.