14.01.2022

Sumarstörf hjá Elkem - við leitum eftir öflugum liðsmönnum

Elkem auglýsir eftir öflugu og hæfileikaríku fólki í sumarstörf sem eru ýmist vaktavinnu störf eða dagvinnu störf.
 
Elkem er skemmtilegur og fjölbreyttur vinnustaður og hentar öllum, óháð kyni.
Vakin er athygli á því að Elkem er vímuefnalaus vinnustaður.
 

Langar þig:

 • Að vinna á metnaðarfullum, framsæknum og faglegum
 • vinnustað?
 • Að framleiða hágæðaafurðir?
 • Að vinna hjá alþjóðlegu tæknifyrirtæki?
 • Að leggja þitt að mörkum til að minnka kolefnisfótspor mannkyns?
 • Að vinna á stað sem leggur áherslu á öryggi, gæði, jafnrétti og
 • heilindi?

Hæfniviðmið:

 • Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og vera með ökuréttindi.
 • Vilji og geta til að vinna í krefjandi aðstæðum.
 • Góð öryggisvitund og jákvætt viðhorf.
 • Sýna frumkvæði í verki og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Öguð og nákvæm vinnubrögð ásamt stundvísi.
 • Góður samstarfsmaður sem sýnir virðingu.

Fríðindi í starfi:

 • Öðlast vinnuvélaréttindi í samstarfi við Elkem.
 • Rútuferðir frá Akranesi, til og frá vinnu.

Um Elkem
Elkem Ísland er hluti af Elkem AS sem er alþjóðlegt fyrirtæki. Elkem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á kísilmálmi. Afurðir okkar eru m.a. notaðar til að hjálpa rafbílum að komast lengra, bætir orkunýtingu í raftækjum sem gegnir mikilvægu hlutverki í að draga úr kolefnisfótspori heimsins. Í starfi okkar leggjum við höfuð áherslu á fagmennsku, framsækni, jafnrétti og sátt við umhverfið.

Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar. 
Sótt er um rafrænt á ráðningarsíðu Elkem HÉR