Sumarstörf hjá Elkem
Erum við að leita að þér?
12.01.2023
Sumarstörf hjá Elkem Ísland - erum við að leita að þér?
Elkem auglýsir eftir öflugu og hæfileikaríku fólki í sumarstörf sem eru ýmist vaktavinnu störf eða dagvinnu störf. Elkem er skemmtilegur og fjölbreyttur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á heilsusamlegt og öruggt vinnuumhverfi
Langar þig:
- Að vinna á metnaðarfullum, framsæknum og faglegum
- vinnustað?
- Að framleiða hágæðaafurðir?
- Að vinna hjá alþjóðlegu tæknifyrirtæki?
- Að leggja þitt að mörkum til að minnka kolefnisfótspor mannkyns?
- Að vinna á stað sem leggur áherslu á öryggi, gæði, jafnrétti og
- heilindi?
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og vera með ökuréttindi
- Vilji og geta til að vinna í krefjandi aðstæðum
- Góð öryggisvitund og jákvætt viðhorf
- Sýna frumkvæði í verki og sjálfstæð vinnubrögð
- Öguð og nákvæm vinnubrögð ásamt stundvísi
- Góður samstarfsmaður sem sýnir virðingu
Fríðindi í starfi
- Rútuferðir frá Akranesi, til og frá vinnu
- Öðlast vinnuvélaréttindi í samstarfi við Elkem
Sótt er um rafrænt á ráðningarvef Elkem HÉR.
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2023