Skip to main content

Framleiðslan

Kísilver Elkem Ísland á Grundartanga framleiðir kísilafurðir

Elkem Ísland framleiðir og selur kísilmálm með um 75% kísilinnihaldi sem blandaður er með járni (FeSi) og er sérhæfður til íblöndunar í stáliðnaði og í járnsteypu um allan heim. Áhersla og aðalframleiðsla fyrirtækisins eru sérhæfðar afurðir sem notaðar eru til framleiðslu á sérhæfðum hágæða stálafurðum framtíðarinnar. Elkem Ísland framleiðir einnig og selur kísilryk sem notað er sem íblöndunarefni í sement og steypu hérlendis og erlendis. Á undanförnum árum hefur fyrirtækið þróað og aukið við vöruframboð sitt til að koma til móts við síbreytilegar þarfir markaðarins og þar með hefur opnast möguleiki á að þjóna stærri mörkuðum.

Dæmi um vörur sem innihalda 75% kísilmálm frá Elkem Ísland eru m.a. rafmagnsstál fyrir spenna og rafmótora sem notaðir eru í rafmagnsbíla, hástyrktarstál fyrir vindmyllur, ryðfrítt stál fyrir farartæki, hnífapör, kúlur, legur, byggingarstál. Aðrar verksmiðjur Elkem AS framleiða einnig annarskonar kílsimálm, með 97% kísilinnihaldi eða hærra, sem er fyrst og fremst notaður sem íblöndunarefni í ál, við framleiðslu á sílíkonefnum og við framleiðslu á rafeindabúnaði, s.s í rafhlöður og rafbúnað í tölvum og símum. Aðrar vörur sem innihalda kísil eru m.a. sólarsellur, sjampó, snyrtivörur, íþróttafatnaður ofl.